Æviágrip
Sif Sigmarsdóttir er fædd í Reykjavík 30. nóvember árið 1978. Hún starfar sem rithöfundur og blaðamaður á Íslandi og í Bretlandi og fæst við skrif bæði á íslensku og ensku. Hún hefur skrifað fjölda bóka á báðum tungumálum sem hafa meðal annars hlotið tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Hún starfar sem pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu og skrifar reglulega fyrir breska fjölmiðla á borð við The Guardian, The Independent og The Bookseller.
Sif lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sif hélt í kjölfarið til Bretlands til framhaldsnáms og útskrifaðist með MA í bókmenntum frá University of Reading.
Fyrsta skáldsaga Sifjar, unglingabókin Ég er ekki dramadrottning, kom út árið 2006. Hún varð söluhæsta íslenska unglingabók ársins. Bók hennar, Freyju saga – Múrinn, fantasía fyrir unglinga byggð á norrænni goðafræði, hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Bókin Sjúklega súr saga, Íslandssaga í léttum dúr fyrir unglinga sem myndskreytt var af skopmyndateiknaranum Halldóri Baldurssyni var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.
Fyrsta skáldsaga Sifjar sem skrifuð er á ensku er bókin I am Traitor. Bókin er gefin út af Hachette, stærstu bókaútgáfu Bretlands. Önnur bók Sifjar sem skrifuð er fyrir enskan markað er bókin The Sharp Edge of a Snowflake. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
Árið 2007 stofnaði Sif bókaútgáfuna Handtöskuseríuna, sem gaf út ritröð þýddra skáldsagna eftir konur. Á vegum seríunnar komu út í fyrsta sinn á íslensku höfundar á borð við Audrey Niffenegger, Monica Ali, Karen Joy Fowler, Candace Bushnell og Anna Gavalda. Klúbburinn óx hratt og keypti Forlagið útgáfuna.
Heimasíða Sifjar: http://www.sifsigmarsdottir.com/
La fille qui jouait avec le feu
Read moreDas dunkle Flüstern der Schneeflocken
Read moreThe sharp edge of a snowflake
Read moreÉg er svikari (I Am Traitor)
Read moreSjúklega súr saga
Read moreI am traitor
Read moreMoi, Edda, reine des faux plans
Read moreDjásn (Crown Jewel)
Read moreMúrinn (The Wall)
Read more
Tröllafell (Troll Fell)
Read more