Jump to content
íslenska

Ég er svikari (I Am Traitor)

Ég er svikari (I Am Traitor)
Author
Sif Sigmarsdóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2019
Category
Young Adult

um bókina

EF ÞETTA ER HEIMSENDIR – HVERJUM GETUR ÞÚ TREYST?

Dularfullar verur utan úr geimnum hafa ráðist á jörðina og virðast hafa sérstakan áhuga á að safna til sín 14–19 ára krökkum.

Amy býr í London með fjölskyldu sinni en þegar verurnar ráðast inn á heimili hennar og nema á brott bróður hennar og bestu vinkonu skilja þær hana eftir. Angistarfullir foreldrar leita allra leiða til að fá börnin sín aftur og Amy er skyndilega komin í lykilhlutverk. Hún gefur sig fram í veikri von um að geta bjargað málunum.

Svöl og öðruvísi vísindaskáldsaga þar sem hraði, ógn og átök koma fyrir á hverri síðu en líka vinátta, ástir og mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig.

 

úr bókinni

Ég sat á gólfinu við Uppsprettuna - Simon var að fá sér blund við hliðina á mér - þegar gaur í svörtum stuttermabol með mynd af The Killers staulaðist í áttina til mín með stóra fötu milli handanna. Hann lagði fötuna á gólfið undir einum krananna og skrúfaði frá. Hljóðið í vatninu þegar það skall á botni fötunnar var kærkomin tilbreyting frá þögninni sem grúfði yfir öllu. Ég hlustaði á hljóðið og ímyndaði mér að það væri trommusláttur og að ég væri að hlusta á tónlist á símanum mínum (sem var löngu orðinn batteríislaus). Mér varð litið á stuttermabolinn. Ég hafði ekki hugsað um hann í að minnsta kosti hálfan dag. Ég reyndi að hugsa ekki um það sem gerði mig leiða. Ég reyndi að hugsa ekki um það sem vakti með mér heimþrá. Sem minnti mig á hvernig allt hafði veirð. En égar ég sá þennan bol slaknaði á staðfestunni. Andrew átti nákvæmlega svona bol

"Amy!"

Stuttermabolurinn nálgaðist mig. 

Mér datt ekki eitt andartak í hug að líta upp, að slíta augun af vísvitandi druslulega klæddu hljómsveitargaurunum til að sjá hver var í bolnum. Það hvarflaði ekki að mér að þetta gæti verið sami stuttermabolurinn og ég hafði einu sinni hnuplað úr hergerginu hans Andrews, en því ævintýri lauk með háværu rifrildi og varð til þess að hann keypti hengilás og öryggiskveðju á fataskápinn sinn. 

"Amy! Amy!" Einhver þreif í axlirnar á mér og dró mig á fætur.

"Andrew?" Í gær hafði mér fundist ég sjá hann en það var bara vitleysa í mér. ég myndi ekki afbera aðra tálsýn, frekari vonbrigði. "Andrew, ert þetta í alvörunni þú?" sagði ég og hljómaði eins og persóna í lélegu skólaleikriti.

"Auðvitað er þetta ég," sagði hann, ranghvolfdi augunum og hnykkti höfðinu aftur til að hrista allt of síðan og alveg ógelborinn ennistopinn frá augunum - það var greinilega ekki hægt að nálgast hárvörur úti í geimnum. "Hver annar ætti ég að vera?"

Og svo gerði hann dálítið sem hann hafði síðast gert þegar ég var fimm ára og datt af hjólinu mínu og brákaði úlnliðinn. Hann vafði handleggjunum utan um mig og faðmaði mig svo fast að hjartaði í honum kitlaði mig í vangann. 

Ég fann heimalykt af honum. Eitt andartak var ég næstum farin að gráta. En ég vissi að honum myndi þykja það óþægilegt og það myndi spilla stundinni, svo ég stillti mig um það og gróf andlitið í gaurunum í The Killers.

(s. 169-170)

 

More from this author

Djásn (Crown Jewel)

Read more

Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu (Once Upon a Time There Was a Drama Queen in Her Kingdom)

Read more

I am traitor

Read more

Moi, Edda, reine des faux plans

Read more

Sjúklega súr saga

Read more

The sharp edge of a snowflake

Read more

La fille qui jouait avec le feu

Read more

Das dunkle Flüstern der Schneeflocken

Read more

Ég er ekki dramadrottning (I Am Not a Drama Queen)

Read more