Stelpan sem ákvað að flytja upp á fjall (og þurfti að berjast við vélkjúklinga og sjóræningjaeðlur)
Lesa meiraLeitin að Blóðey
Lesa meira
Bækur fyrir yngstu lesendurna
Um barnabækurnar Pétur og Halla við hliðina – Fjöruferðin eftir Ingibjörgu Valsdóttur; Afi sterki – Hættuför að Hlíðarvatni eftir J.K. Kolsöe; Ég hlakka til / Mig langar eftir Ragnheiði Gestsdóttur; og Stelpan sem ákvað að flytja upp á fjall eftir Guðna Líndal Benediktsson og Royoko Tamura.
Leitin að Blóðey
Í Leitinni að Blóðey er Kristján, sjö ára, sendur í rúmið á undan öllum öðrum og finnst það frekar ömurlegt. Hann er mjög upptekinn ungur maður og þarf að gera margt annað en að liggja í rúminu. Kristján fer í fýlu og þegar afi hans kemur og býðst til að segja honum sögu er hann næstum búinn að afþakka, en sér að sér á síðustu stundu. Í sögunni, sem afi vill meina að sé dagsönn og hafi raunverulega gerst fyrir margt löngu, er amma Kristjáns numin á brott af illum seiðskratta sem læsir hana inni í kastala á galdraeyjunni Blóðey. Afi verður að gjöra svo vel að bjarga ömmu og hefst strax handa við að reyna að finna út úr því hvernig hann geti komist til Blóðeyjar.