Bók í smákverasafni Birgittu, númer 7. Með myndum eftir höfund.
Úr Íslandi:
Fjallkonan
I
Klæði hennar eru
ofin úr dalalæðu.
Kórónan skartar
frostrósum
og hrafntinnubrotum.
Augun bergvatn.
Munnurinn
rauðglóandi hraun.
Frá höndum hennar
stafa geislar
morgunsólar.
Röddin þíð
eins og hlýir straumarnir
sem bræða harðgerðan ísinn
við brjóst jökulsins.
Og ég er lítill foss
úr veröld hennar.
II
Frá henni stafaði mosamildni
og kraftur hinna tæru fossa
meitluðu ljóðin
sungu í hjarta mínu.
Hjarta hennar var djúp laut
þakin bláum blómum.