Æviágrip
Jón Gnarr er fæddur 2. janúar 1967 í Reykjavík. Hann er rithöfundur, leikari og leikstjóri og hefur skrifað fyrir leikhús, útvarp, sjónvarp og kvikmyndir, auk þess að koma fram sem uppistandari. Jón hefur einnig komið að tónlist og samið bæði lög og texta, þar á meðal textann við barnalgið ‚Prumpufólkið‘ sem var valið besta íslenska barnalagið í hlustendakönnun RÚV árið 2017.
Jón hefur komið víða við á starfsævi sinni, en utan ritstarfa og sviðslista er hann þekktastur fyrir að hafa stofnað Besta flokkinn árið 2009 og verið Borgarstjóri í Reykjavík árin 2010-2014. Hann var Dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2015-2016, gestakennari við sviðslistadeild háskólans í Houston, Texas árið 2017 og gestarithöfundur við Rice háskólann í sömu borg.
Jón hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir sviðslistir, Edduverðlaun fyrir leik og handrit (Bjarnfreðarson, Fangavaktin, Dagvaktin, Með mann á bakinu og Fóstbræður) og nokkrar tilnefningar til Grímuverðlauna fyrir leikrit. Árið 2014 hlaut hann International Playwright‘s award fyrir hugmyndina að Hótel Volkswagen og sama ár Friðarverðlaun Yoko Ono fyrir störf í þágu mannréttinda.
Greinar
Almenn umfjöllun
Gunnþórunn Guðmundsdóttir: „Allt sem þú gerir breytist í reynslu“
Tímarit Máls og menningar: 2016; 77 (1): bls. 52-61
Um einstakar bækur
Miðnætursólborgin
Jón Karl Helgason: „Miðnætursólborgarstjórinn“ (ritdómur)
Hugrás; 2011; (27. janúar)
Verðlaun
2014 - Friðarverðlaun Yoko Ono fyrir störf í þágu mannréttinda
2014 - International Playwright’s award for Best original idea: Hótel Volkswagen
2013 - Húmanisti ársins hjá Siðmennt
2010 - Edduverðlaun: Leikari ársins. Bjarnfreðarson
2010 - Edduverðlaun: Kvikmynd ársins. Bjarnfreðarson. Ásamt öðrum
2010 - Edduverðlaun: Handrit ársins. Bjarnfreðarson. Ásamt öðrum
2010 - Edduverðlaun: Sjónvarpsþáttur ársins. Fangavaktin. Ásamt öðrum
2008 - Edduverðlaun: Sjónvarpsþáttur ársins. Dagvaktin. Ásamt öðrum
2008 - Edduverðlaun: Handrit ársins. Dagvaktin.
2007 - Edduverðlaun: Sjónvarpsþáttur ársins. Dagvaktin. Ásamt öðrum
2004 - Edduverðlaun: Handrit ársins. Með mann á bakinu
2001 - Edduverðlaun: Besti leikari í aðalhlutverki. Fóstbræður
Tilnefningar
2019 - Grímuverðlaunin: SÚPER! Leikrit ársins
2000 - Grímuverðlaunin: Besti leikari í aukahlutverki. Íslenski draumurinn
Ferðalög
Lesa meiraSÚPER!
Lesa meiraÁramótaskaup 2018
Lesa meiraThe Outlaw
Lesa meiraÞúsund kossar
Lesa meiraThe Pirate
Lesa meiraBorgarstjórinn
Lesa meiraÁrmótaskaup 2016
Lesa meiraThe Indian
Lesa meira
Panodil fyrir tvo
Lesa meira