Jump to content
íslenska

Amma og þjófurinn í safninu (Granny and the Thief in the Museum)

Amma og þjófurinn í safninu (Granny and the Thief in the Museum)
Author
Björk Bjarkadóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2004
Category
Children‘s books

Af bókarkápu:

Amma hans Óla er súperamma sem flýgur um á nóttunni og gómar bófa og ræningja. Einstaka sinnum fær Óli að fara með henni og þá er nú gaman! Eina nóttina lendir málverkið af Skolfinni skeggmikla í ræningjahöndum. Skyldi Óla og ömmu takast að bjarga málunum?

Úr Amma og þjófurinn í safninu:

Óli grípur andann á lofti þegar hann sér málverkið. Mikið er það fallegt! Um leið og maðurinn snertir það byrjar þjófabjallan að hringja, dring dring ...
Verðirnir hrökkva við og hlaupa æpandi beint hvor á annan.

Þjófurinn rífur niður myndina og hleypur af stað. Amma og Óli elta. „Þú manst, Óli,“ hvíslar amma á hlaupunum, „verðirnir mega ekki sjá okkur.“
Verðirnir skríða á fætur og æsilegur eltingarleikur hefst um allt safnið.

Þjófurinn hleypur inn í næsta sal þar sem eru myndir af prinsum og prinsessum.
Því næst liggur leiðin í veitingasalinn þar sem kauði fleygir rjómakökum og kaffibollum í átt að Óla og ömmu.

En amma kippir Óla á flug og þau hanga í loftinu þegar verðirnir koma másandi inn og fá rjómann beint framan í sig. Amma og Óli nota tækifærið og hlaupa út.

 

More from this author

Allra fyrsti atlasinn minn (My Very First Atlas)

Read more

Elsku besti pabbi (Daddy Dearest)

Read more

Grallarar í gleðileit (Looking for Fun)

Read more

Tullete Tolle og Ullster (Tullete Tolle and Ullster)

Read more

Kærlighedsmagi: en bog om gammel magi og trolddom (Love-Magic: A Book on Old Magic and Spells)

Read more

Gíri Stýri og skrýtni draumurinn (Giry Steery and The Strange Dream)

Read more

Gíri Stýri og veislan (Giry Steery and the Party)

Read more

Mamma er best (Mom is the Best)

Read more

Amma fer í sumarfrí (Granny Goes on a Summer Holiday)

Read more