Af bókarkápu:
Amma hans Óla er súperamma sem flýgur um á nóttunni og gómar bófa og ræningja. Einstaka sinnum fær Óli að fara með henni og þá er nú gaman! Eina nóttina lendir málverkið af Skolfinni skeggmikla í ræningjahöndum. Skyldi Óla og ömmu takast að bjarga málunum?
Úr Amma og þjófurinn í safninu:
Óli grípur andann á lofti þegar hann sér málverkið. Mikið er það fallegt! Um leið og maðurinn snertir það byrjar þjófabjallan að hringja, dring dring ...
Verðirnir hrökkva við og hlaupa æpandi beint hvor á annan.
Þjófurinn rífur niður myndina og hleypur af stað. Amma og Óli elta. „Þú manst, Óli,“ hvíslar amma á hlaupunum, „verðirnir mega ekki sjá okkur.“
Verðirnir skríða á fætur og æsilegur eltingarleikur hefst um allt safnið.
Þjófurinn hleypur inn í næsta sal þar sem eru myndir af prinsum og prinsessum.
Því næst liggur leiðin í veitingasalinn þar sem kauði fleygir rjómakökum og kaffibollum í átt að Óla og ömmu.
En amma kippir Óla á flug og þau hanga í loftinu þegar verðirnir koma másandi inn og fá rjómann beint framan í sig. Amma og Óli nota tækifærið og hlaupa út.