Af bókarkápu:
Gíri Stýri er strætisvagnabílstjóri í Gíraffabæ. Í dag á hann frí og ákveður að bjóða vinum sínum til veislu. Grjóni grís, Fróði fíll, Katrín kanína og María mýslutetur gæða sér á kökunum sem Gíri hefur bakað þegar nokkuð óvænt skellur á og Gíri þarf að grípa til sinna ráða.
Úr Gíra Stýra:
Þegar Gíri var búinn að baka lagði hann á borð í garðinum. Veðrið var yndislegt, glampandi sól og blíða. Gíri virti fyrir sér bláan himininn. Örfá ský sáust í fjarska en þau voru langt, langt í burtu og myndu varla trufla veisluna hans.
Gíri dúkaði fína garðborðið sitt og fór svo að svipast um eftir stólum. Þá þurfti að velja við hæfi gestanna. Katrín var fín og pen og fékk þess vegna sparistólinn, grísinn sullaði alltaf niður á sig og varð að láta sér lynda að sitja á eldhússtól. Fyrir Fróða valdi Gírir stóran stein því fílar eru of þungir fyrir venjulega stóla.