Jump to content
íslenska

Bjarg (Cliff)

Bjarg (Cliff)
Author
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2013
Category
Poetry

um bókina

 

Ljóðaflokkurinn Bjarg er um blokk og fólkið sem í henni býr. Yfirleitt þykja blokkir á Íslandi ekki kjörlendi ljóða en þessi bók afsannar það. Blokkin er á höfuðborgarsvæðinu, hún er átta hæða, með sex íbúðum á hverri hæð. Fangað er eitt afdrifaríkt andartak í lífi blokkarinnar, litið við í öllum hugskotum og ferðast upp eftir stigagöngunum uns komið er á efstu hæð.

Þá höfum við kynnst ástföngnu fólki og afbrýðisömu, tónelsku, beisku, uppstökku, draumlyndu og drykkfelldu. Allan tímann er einn íbúinn á leiðinni niður en aðeins fáir taka eftir honum, aðrir eiga nóg með sitt.

úr bókinni

6d

Ismael er hættur
að taka lyftuna

þrammar 
brunastigann
mætir skaranum

vill ekki aftur
finna
þetta sem hann fann

þegar Siggi í 1a
steig í lyftuna
og loftið fylltist
af óvæntri 
ást
teygði sig
út í það endalausa
í speglunum

Hvað er fólk
af fyrstu hæð
að þvælast um í lyftum?

Vill ekki aftur
vistola
hormónaseyti

 

 

More from this author

Undrarýmið (Space of Wonder)

Read more

Svuntustrengur (Apron String)

Read more

Tungusól og nokkrir dagar í maí (Tongue of Sun and A Few Days in May)

Read more

Fjallvegir í Reykjavík (Mountain Trails of Reykjavík)

Read more