Jump to content
íslenska

Svuntustrengur (Apron String)

Svuntustrengur (Apron String)
Author
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Publisher
Nykur
Place
Reykjavík
Year
2009
Category
Short stories

um bókina

Í Svuntustreng eru yfir þrjátíu örsögur og fimm smásögur.
Litríkar persónur spretta fram í ljóðrænum sögum sem tjá bæði trega og galsa. Hér má meðal annars finna berrassaðan pylsusala, freknóttan strák, reiðan vörubílstjóra, gamla konu á flótta og sorgmædda blómasölukonu. Yfir öllu sveima svuntur af ýmsum stærðum og gerðum.

úr bókinni

Svunturnar veina undan fjötrunum, handjárnaðar við snúrurnar. Þrá að fjúka í frelsinu eins og tuggðir stráendar. Vængjaðar tilviljun vindanna. Vilja sjá heiminn úr fjarlægð og svífa inn í himininn sem þær geta ekki munað hvar byrjar og hvar endar. Vilja sjá eitthvað annað en gulgræna grasdýpið og fangavarðasvipinn á snúrustaurunum. Þrá vín, matarslettur, læri og kynlíf uppi á eldhúsborðum. Þær hvísla sín á milli brugguðum ráðum og sannfæra klemmurnar um flóttaleið. Því að glæpur þeirra er fyrir löngu fokinn úr þeim og þær muna ekki hvað þær gerðu. Vilja dilla sér mjúklega í takt við goluna sem rétt bærir varirnar. Vilja geta gleymt sér í einhverju tómi þar sem þær taka óvart djúpar sveiflur svo að mjaðmirnar þeytast til hliðar. Og strjúkast við læri uppi á eldhúsborðum og kremja kræsingar. En umfram allt þrá þær að fjúka í frelsinu.

(s. 43)

More from this author

Undrarýmið (Space of Wonder)

Read more

Bjarg (Cliff)

Read more

Tungusól og nokkrir dagar í maí (Tongue of Sun and A Few Days in May)

Read more

Fjallvegir í Reykjavík (Mountain Trails of Reykjavík)

Read more