Jump to content
íslenska

Undrarýmið (Space of Wonder)

Undrarýmið (Space of Wonder)
Author
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2019
Category
Poetry

Um bókina

Undrunin og óravíddir tilverunnar eru meginstefin í ljóðunum sem spretta hér fram og tengjast á óvæntan hátt myndum úr aldagömlum ritum um náttúrufræði og læknisfræði.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir hefur vakið athygli fyrir skemmtileg og persónuleg efnistök í ljóðum sínum en bók hennar Tungusól og nokkrir dagar í maí var tilnefnd til Maístjörnunnar árið 2017. Undrarýmið er sjöunda bók hennar.

Úr bókinni

Bleiktunga, blóðtunga

Allt sem ég hef sagt
hingað til
safnast saman á tungu minni
orðin hópa sig saman
samtengingar í miðjunni
forsetningar til hliðar
lýsingarorðin fremst
nafnorðin aftast
sagnorðin út og suður
alls staðar

Hún brotnar
oft á dag
klofnar
en grær
strax aftur

Orðin sem ég gat ekki sagt
hefði betur sagt
brjóta sér leið
út um kokið
taka stökkið af tungubroddi
og segja bara eitt:
Fyrirgefðu

 

 

More from this author

Bjarg (Cliff)

Read more

Svuntustrengur (Apron String)

Read more

Tungusól og nokkrir dagar í maí (Tongue of Sun and A Few Days in May)

Read more

Fjallvegir í Reykjavík (Mountain Trails of Reykjavík)

Read more