Jump to content
íslenska

Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu (Once Upon a Time There Was a Drama Queen in Her Kingdom)

Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu (Once Upon a Time There Was a Drama Queen in Her Kingdom)
Author
Sif Sigmarsdóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2007
Category
Juvenilia

um bókina

Þegar Embla fréttir að kærastinn hennar ætli að segja henni upp ákveður hún að grípa til sinna ráða. Hún stefnir ótrauð að því að ævintýrið sem líf hennar er fái hamingjuríkan endi þrátt fyrir tímabundið mótlæti og því upphefst leit að nýjum prinsi. En því miður lýtur líf Emblu ekki sömu lögmálum og ævintýri. Froskar breytast ekki í prinsa heldur breytast prinsar í froska, hvorki vinalegir dvergar né hjálplegar álfkonur verða á vegi hennar, aðeins forhertir kapítalistar og gallharðir kommúnistar. Í stað eitraðra epla eru talandi plómur, í stað illkvittinna stjúpmæðra birtast naktar stjúpmæður og í stað fallegra ballkjóla koma við sögu allt of þröngar gallabuxur og herðapúðar. Sprenghlægilegt framhald bókarinnar Ég er ekki dramadrottning sem engin unglingsstúlka má láta fram hjá sér fara!

 

Úr bókinni

Ég hafði litla lyst á kræsingunum sem amma bar á borð. Í fyrsta lagi var ég allt of þreytt til að innbyrða mat því klukkan var rétt rúmlega sjö að morgni. Í öðru lagi leið mér eins og ég hefði verið kviðrist og síðan hefði verið bundinn hnútur á öll líffærin inni í mér áður en ég var saumuð saman aftur. Það var ekki lystaukandi tilfinning en þannig hafði mér liðið síðan GK hafði sagt svo vægðarlaust daginn áður að hann hefði ekki hugmynd um hver ég væri.

Ég var á byrjunarreit. Ég hafði ætlað að stytta mér leið að draumaprinsinum en þegar öllu var á botninn hvolft hefði ég alveg eins getað valið saklaust fórnarlamb af handahófi úti á götu og ákveðið að gera viðkomandi að prinsinum mínum. Öll undirbúningsvinnan sem ég taldi mig hafa lagt í að klófesta GK síðan í 5. bekk var lítils virði þegar hann mundi ekki einu sinn eftir mér. 

"Æ, Inga, gefðu mér smá beikon," bað afi.

"Hættu þessu nöldri," skipaði amma.

Hann andvarpaði ólundarlega og kastaði skeiðinni sinni ofan í múslískálina svo mjólkin slettist upp úr. Amma sýndi honum enga athygli. 

"Á ég ekki að fara að vekja Gunnar?" spurði afi og gerði sig líklegan til að standa upp frá borðinu.

"Nei, leyfðu honum að sofa," flýtti amma sér að segja. "Hann var að læra fram á kvöld. Hann verður að fá að hvíla sig."

Afi fussaði eins og ávallt þegar námsferil Gunnars bar á góma og tuldraði eitthvað um að hann hefði ekkert verið að læra. Hann hafi verið að spila tölvuleiki langt fram á nótt.

Afi snarþagnaði hins vegar þegar síminn hringdi. Amma leit skelkuð í kringum sig. "Hver getur verið að hringja á þessum tíma dags?" sagð hún og starði fjarrænu augnaráði fram á gang þar sem síminn var. "Hvað ætli hafi komið fyrir?"

"Ég skal," sagði mamma og stóð upp frá eldhúsborðinu. Enginn sagði neitt meðan hún var í burtu. 

"Þetta var Þorvarður," sagði mamma þegar hún sneri aftur móð og másandi.

"Pabbi?" sagði ég hissa. Hann fór aldrei á fætur fyrr en á hádegi. 

"Gæran átti í nótt," sagði hún.

"Ekki tala svona um hana Sædísi," sagði amma hneyksluð við mömmu sem leiddi hana hjá sér.

Steingerður hló. "Fyrrverandi eiginkona ítalska bankastjórans sem ég átti í stuttu sambandi við eftir að ég skildi við hann Rasmussen minn kallaði mig alltaf langleggjuðu tæf..."

"Suss..." skipaði amma. "Það eru börn viðstödd."

".. .en ég var bara upp með mér af því að hún skyldi eyða orku í að finna á mig viðurnefni," hélt Steingerður áfram.

"Ég ætla að fara með ykkur Andra til pabba þíns um leið og þið eruð búin með morgunmatinn," sagði mamma hratt. "Pabbi þinn vill endilega að þið kíkið á stelpuna áður en þú ferð í skólann Embla."

"Stelpuna?" sagði ég og vegna þess hve ákaft upplýsingar sem komu mér í opna skjöldu skullu á mér leið mér eins og ég væri í skotlínu hríðskotabyssu hins óvænta.

(s. 90-92)

More from this author

Djásn (Crown Jewel)

Read more

I am traitor

Read more

Moi, Edda, reine des faux plans

Read more

Sjúklega súr saga

Read more

The sharp edge of a snowflake

Read more

Ég er svikari (I Am Traitor)

Read more

La fille qui jouait avec le feu

Read more

Das dunkle Flüstern der Schneeflocken

Read more

Ég er ekki dramadrottning (I Am Not a Drama Queen)

Read more