Nafn mitt er Rauður
Lesa meira
Nafn mitt er Rauður
Það hefur löngum verið til siðs að nefna þýðandann og hvernig til hafi tekist með þýðinguna í nokkrum línum undir lok ritdóma, hér verður þessu til tilbreytingar snúið við. Árni Óskarsson þýðir bókina, reyndar ekki úr frummálinu heldur úr enskri þýðingu Erdags M. Göknar sem unnin er í nánu samstarfi við höfundinn. Samanburður við ensku gerðina sýnir að sú íslenska gefur henni ekkert eftir. Textinn er ákaflega blæbrigðaríkur og nær sérlega vel að fanga forna tíma og framandi heima í orðanotkun og málbeitingu, án nokkurs stirðleika eða þannig að af því megi finna nokkuð „þýðingabragð“.