Ljónadrengurinn: Sannleikurinn
Lesa meiraLjónadrengurinn
Lesa meira
Ljónadrengurinn
Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er með Harry Potter á heilanum, en ef svo er ætti mér að fyrirgefast, því það eru svo margir aðrir með Harry Potter á heilanum. En skyndilega finn ég áhuga á barna og unglingabókum gjósa upp og hlakka til hverrar nýrrar ævintýrabókar fyrir þá aldurshópa. Í bókabúðum æði ég beint að sérstökum hillum sem eru merktar 'í anda Harry Potter' eða álíka og moka bókum þaðan niður í innkaupakörfuna mína. Margar hafa valdið vonbrigðum, til dæmis fannst mér Molly Moon ekki standa undir væntingum, en aðrar hafa verið sannir gleðigjafar, eins og bækur Philip Pullmann og hrakfallabálkur Lemony Snicket. Svo er líka áhugavert að sjá hvernig eldri bækur eru markaðsettar upp á nýtt, en bálkur Ursulu Le Guin um galdramanninn og galdraskólann, Earthsea sagan, hefur verið endurmarkaðssett fyrir unglinga.