Beint í efni

Fæðingarborgin: bréfabók

Fæðingarborgin: bréfabók
Höfundur
Oddný Eir Ævarsdóttir
Útgefandi
Kind
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Annað

Birtist í 3. árgangi tímaritsins 1005.

Úr bókinni:

Reykjavík, 15. janúar

Sæl Odda mín, bestu þakkir fyrir að nenna að skrifa þetta allt saman upp. Það er skrýtið að sjá svona framan í sjálfan sig. Veit ekki almennilega hvað mér finnst um það. Hef reyndar verið að gramsa í pússi mínu í kjallaranum og rekist á ýmislegt sem tengist þessu ári í Brasilíu, t.d. nokkur bréf frá Sigurði Jónssyni frá Arnarvatni og eins bréf frá brasilísku fjölskyldunni sem ég fékk eftir að ég kom heim og fleiri vinum þaðan. Þokunni er smám saman að létta og ég er orðinn mjög spenntur að hitta „systkini“ mín. Sérkennilegt að það skuli hittast svo á að mér hafi einmitt verið boðið að fara til Brasilíu núna þegar ég er búinn að vera að lesa bréfin! Var ég ekki búinn að segja þér að ég er að fara þangað á heimsþing Alkirkjuráðsins? Ég hef bara komið einu sinni til Brasilíu síðan ég var þar unglingur en það var á vegum Amnesty en þá hitti ég ekki fjölskyldu mína.

Alveg var ég búinn að gleyma þessum framtíðarpælingum sem ég segi frá í þessu síðasta bréfi. Það rifjast upp sem Davíð Oddsson læknir sagði einhvern tímann að menn hugsuðu ekkert nýtt eftir sautján ára aldur. Ég hlakka til að hitta þig í mars og segja þér Brasilíusögur hinar nýju.

Takk og bless, Pápi.

P.s. EG GLEYMDI LEYFISVEITINGUNNI, JÚ ÞÚ MÁTT ALVEG SENDA UGGA BRÉFIN TIL AFLESTRAR, VIÐ SKULUM NÚ SAMT EKKI LÁTA NEINA FLEIRI LESA ÞAU.

Fleira eftir sama höfund

Opnun kryppunnar

Lesa meira

Heim til míns hjarta: ilmskýrsla um árstíð á hæli

Lesa meira

Jarðnæði

Lesa meira

Slátur | Slaughter

Lesa meira

snjór piss hár

Lesa meira

Veðrið vitnar um þig

Lesa meira

Weather Reports You

Lesa meira

Leiðin á milli = Ways in Between

Lesa meira

Póst-postilla: Hafnarhúslestrarbók

Lesa meira