Beint í efni

Fjólubláir dagar

Fjólubláir dagar
Höfundur
Kristín Steinsdóttir
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Barnabækur

Úr Fjólubláir dagar:

 Við höldum áfram að drekka kakóið en heyrum æsta rödd Bjartmars inni í stofu:
 „Manstu, einu sinni í sveitinni var Elli Palli alltaf með okkur! Af hverju er hann alveg hættur því?“ Röddin er ásakandi og hljómar um alla íbúðina. Hann er með ekka. Mamma svarar einhverju sem við heyrum ekki.
 Við förum upp í herbergið mitt, lokum, læsum, gónum bjánalega út í loftið, vitum ekki hvað við eigum að segja. Loks rýfur Garðar þögnina.
 „Hvað er að Bjartmari?“ spyr hann. Mér vefst tunga um tönn. Veit ekki hvað segja skal. Þegi.
 „Hann er ekki þroskaheftur er það?“ spyr Garðar aftur.
 „Neeeei, mamma segir að hann sé seinþroska,“ svara ég loks.
 „Seinþroska?“ hváir Garðar.
 „Já, hann hefur alltaf verið svona ... frá því hann fæddist,“ hvísla ég og horfi á tærnar á mér. Svo tek ég mig á og lít upp:
 „Bara miklu verri. Ég held að honum sé að batna,“ segi ég og horfi beint framan í Garðar.
 „Ertu ekki þreyttur á honum?“
 Mér vefst aftur tunga um tönn. Auðvitað er ég oft þreyttur en ég fæ mig ekki til að segja það. Þetta er bara Bjartmar. En Garðar býst við að ég svari játandi. Það búast allir við að ég sé ofboðslega leiður á að eiga svona skrýtinn bróður. Ég kinka kolli, örlítið, svo lítið að mér finnst ég varla hafa svikið Bjartmar neitt að ráði.
 „Ef þetta væri bróðir minn væri ég orðinn klikkaður,“ segir Garðar og stendur upp. Ég svara engu, ég er ekki klikkaður og Bjartmar ekki heldur.
 Svo fer Garðar á æfingu. Ég tek vasadiskóið mitt og fer með það niður í stofu. Þar sitja mamma og Bjartmar. Bjartmar er orðinn rólegur, situr og skoðar blöð.
 „Þú mátt hafa þetta ef þú vilt,“ segi ég og rétti honum vasadiskóið. Hann ljómar og hleypur upp um hálsinn á mér.
 „Þakka þér, þakka þér kærlega fyrir!“ hrópar hann.
 „Tombólan er byrjuð!“ kalla stelpurnar.
 „Ég kem, ég kem,“ kallar Bjartmar og hendist út með vasadiskóið í hendinni.
 „Eigum við ekki að styðja gott málefni?“ spyr mamma kímin og stendur upp. Svo þrömmum við út í bílskúr.

(s. 35-36)

Fleira eftir sama höfund

Kleinukaffi

Lesa meira

Brostu vinan

Lesa meira

Mánablóm

Lesa meira

Feitasti jólasveinninn og jólaballið

Lesa meira

Reimleikar í Risinu

Lesa meira

Systur í syndinni

Lesa meira

Draugar vilja ekki dósagos

Lesa meira

Draugar vilja ekki dósagos

Lesa meira

Draugur í sjöunda himni

Lesa meira