Um bókina
Flaumgosar er tíunda ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur.
Hér tekst Sigurbjörg Þrastardóttir á við drauma, angist og undrun fólks í flaumi tímans og veitir fínstillta innsýn í íslenska þjóðarsál.
Úr bókinni
Sem ég segi
fyrsta uppgjöf / _surrender_
er eins og þú sért að deyja,
segir sambandsmarkþjálfinn,
en slíkt venst
eins og svartaþoka
í dal
sé eigi dáið þar í millum
(s. 46)