Beint í efni

Gegnum glervegginn

Gegnum glervegginn
Höfundur
Ragnheiður Gestsdóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Barnabækur

Um bókina:

Dagurinn byrjaði eins og allir aðrir dagar í lífi hinnar þrettán ára gömlu Áróru. Hún var alein inni í glerhvolfinu, í litlum heimi þar sem ekkert skorti – nema félagsskap. En svo kemur hún auga á dökkan kollinn á Rökkva og allt breytist. Hún flýr úr þessari lokuðu veröld út í harðan veruleikann þar sem nýr heimur bíður hennar og kynngimögnuð atburðarás fer af stað.

Úr bókinni:

Dagurinn byrjar eins og allir aðrir dagar. Áróra teygir úr sér og geispar. Hana langar í rauninni ekkert að fara á fætur. Sundspretturinn í litlu, ylvolgu lauginni freistar hennar ekki einu sinni í dag. En það er heldur ekkert sérstaklegta freistandi að liggja kyrr í rúminu og stara upp í rúmtjöldin. Hún andvarpar og sveiflar fótleggjunum fram af rúmstokknum.

Um leið og berar tær hennar snerta mjúkan feldinn veit hún að þessi dagur verður ekki eins og allir hinir. Hún starir forviða á flísalagt gólfið. Þarna liggja fötin sem hún afklæddist í gærkvöldi. Og spölkorn frá liggur líka hvíti náttserkurinn þar sem hún fleygði honum af sér í gærmorgun. Hún gengur hikandi í áttina að lauginni. Handklæðið liggur enn samankuðlað á laugarbakkanum og hárburstinn liggur þar sem hann lenti í gær. Bekkurinn við laugina er tómur. Þar er hvorki handklæði né hrein föt að sjá.

Þetta hefur aldrei komið fyrir áður. Þegar hún vaknar er bara allt á sínum stað til að nýr dagur geti byrjað. Þannig er það bara og hefur alltaf verið. Hún finnur fyrir skrýtinni tilfinningu í maganum, eins og hann herpist saman í lítinn hnút og hjartð slær hraðar. Hvað er á seyði? Hún skyggnist óróleg í kringum sig. Allt er eins og vant er fyrir utan þetta með fötin. Af hverju liggja þau þarna?

Allt í einu rennur upp fyrir henni ljós. Mikill kjáni getur hún verið. Hu´n ætti miklu fremur að spyrja sjálfa sig að því hvers vegna óhreinu fötin hennar hverfi alltaf meðan hún sefur. Og hvaðan koma hreinu fötin? Hvaðan kemur maturinn á borðið hennar? Hana svimar andartak þegar þessar hugsanir steypast yfir hana, allt of margar og flóknar til að hún geti náð utan um þær allar í einu.

Áróra hleypur að borðinu á grasflötinni. Matarleifarnar frá því í gær liggja ennþá í silfurskálunum. Hún tekur brauðbollu úr einni skálinni og bítur í hana. Brauðið er hart og þurrt. Kjötsneiðarnar og fiskbitarnir hafa dökknað og þornað á brúnunum. Ávextirnir hafa samt ekkert breyst. Hún sest niður og starir á ólystugan matinn, en hrekkur svo við þegar skjárinn rennur niður úr loftinu.

- Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins ...

Jæja, þetta hefur að minnsta kosti ekki breyst. Áróra tínir mat úr skálunum, smábita úr hverri og leggur í kjöltu sína annars hugar. Fyrirlesturinn hættir og skjárinn hverfur. Í þögninni sem fylgir heyrir hún bara sinn eigin andardrátt. Hugsanirnar velta fram og hún reynir að greiða úr þeim, reynir að skilja. Það hlýtur einhver að hafa komið meðan hún svaf, hverja einustu nótt, einhver sem tíndi upp eftir hana og setti allt á sinn stað, einhver sem lagði mat á borðið og hellti fersku vatni í könnuna. Einhver sem annaðist hana. Hún hélt að hún væri ein, en hún var það ekki. Alveg þangað til núna. Núna er hún ein. Alein í heiminum.

(20-2)

Fleira eftir sama höfund

Sværdbæreren (hljóðbók)

Lesa meira

Smásaga í Kalkül & Leidenschaft

Lesa meira

Myndin í speglinum

Lesa meira
blinda

Blinda

Blinda er þriðja glæpasaga Ragnheiðar Gestsdóttur. Fyrri bækur hennar eru Úr myrkrinu og Farangur sem hlaut Blóðdropann árið 2021 og er tilnefnd til Glerlykilsins 2023
Lesa meira

Fortellerstein

Lesa meira

Ljósin lifna

Lesa meira

Ekki á morgun, ekki hinn

Lesa meira

Ef væri ég söngvari

Lesa meira

Ekki lengur Lilli

Lesa meira