Úr Gluggum hafsins:
Einvera
... en oftast var það vegna þess að ég hafði ekkert að segja.
Paul Éluard
Að festa þessi orð á blað hefur kostað efasemdir og hugarstríð - væri rétt að láta það eftir sér. Hvað ég vildi segja er mér ekki alveg ljóst. Þurfti ég að lýsa marsmorgninum þegar hvítir fjallstindar baðast sól og færast nær mér þar sem ég skrifa þetta við gluggann? Birtunni sem minnir á að dagarnir lengjast? Eða var það einveran innra með mér sem ég skynjaði og lifði? Óðara rann það upp fyrir mér að ég vildi ekki að orð mín skildust.
(s. 26)