Skuggahirðir
Lesa meira
Fjórar þýddar fantasíur
Þegar kemur að svokölluðum tegundabókmenntum (genre), er viðkvæðið oft að þær séu allar eins, að þetta séu fyrirsjáanlegar formúlubókmenntir sem hafi það fyrst og fremst að markmiði sínu að bjóða lesanda uppá einskonar veruleikaflótta. Þessi hugmynd um veruleikaflóttann hefur sérstaklega loðað við fantasíur, á þeim forsendum að í fantasíunni sé fjallað um heima sem eiga fátt skylt með daglegum veruleika hins almenna lesanda. Á sama hátt er gert ráð fyrir að allar fantasíur séu álíkar, fjalli um ævintýri, hetjur, dreka, galdra og illvætti. Vissulega má finna marga þessara þátta í flestum fantasíum en það kemur þó ekki í veg fyrir að þær geti verið gerólíkar innbyrðis.