Beint í efni

Grafarþögn

Grafarþögn
Höfundur
Arnaldur Indriðason
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Skáldsögur

Káputexti:

Mannabein finnast í grunni nýbyggingar í útjaðri Reykjavíkur og líkur benda til að glæpur hafi verið framinn. Beinin virðast nokkurra áratuga gömul og sérfræðingar eru fengnir til að grafa þau upp en samtímis hefur lögreglan leit að fólki sem gæti vitað eitthvað um málið. Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum höfundar, eiga erfitt verkefni fyrir höndum en smám saman skýrist myndin; fortíðin er grafin upp úr moldinni, upp úr gömlum pappírum, upp úr fylgsnum hugans – og brotin raðast saman í helkalda, óvænta harmsögu.

Úr Grafarþögn:

Áður en Erlendur fór í breska sendiráðið ók hann inn í Voga og lagði bílnum skammt frá kjallaranum þar sem Eva Lind hafði eitt sinn búið og hann byrjaði leit sína að henni. Hann hugsaði um barnið með brunasárin þegar hann kom að íbúðinni. Hann vissi að það hafði verið tekið af móður sinni og var í umsjá Barnaverndarnefndar og hann vissi að maðurinn sem hún bjó með var faðir barnsins. Stutt athugun leiddi í ljós að móðirin hafði tvisvar komið á slysadeild á undanförnu ári, í annað skiptið handleggsbrotin en í hitt skiptið með margs konar áverka sem hún sagðist hafa fengið í árekstri.
 Önnur einföld könnun leiddi í ljós að sambýlismaður konunnar hafði komið nokkuð við sögu lögreglunnar. Aldrei þó fyrir ofbeldisverknað. Hann var með ákærur á sér fyrir innbrot og sölu fíkniefna og beið dóms. Hafði setið einu sinni í fangelsi fyrir uppsafnaða smáglæpi. Einn af þeim misheppnað sjoppurán.

 Erlendur sat góða stund í bílnum og fylgdist með dyrunum að íbúðinni. Hann stillti sig um að reykja og var um það bil að aka í burtu þegar dyrnar opnuðust. Maður kom út og honum fylgdi reykjarmökkur af sígarettu sem hann henti út í garðinn framan við húsið. Hann var meðalmaður á hæð, kraftalega vaxinn með sítt, svart hár, svartklæddur frá toppi til táar. Útlitið passaði við lýsingu lögguskýrslanna. Maðurinn hvarf fyrir horn og Erlendur renndi hljóðlega í burtu.

(s. 127)

Fleira eftir sama höfund

Todeshauch

Lesa meira

Glasbruket

Lesa meira

Hiver Arctique

Lesa meira

L´homme du Lac

Lesa meira

La Femme en vert

Lesa meira

Manden i søen

Lesa meira

Fjellet

Lesa meira