Obbuló í Kósímó : vinirnir
Lesa meiraOddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Má skilja útundan? Hver er Nikólína? Er bannað að tala við ókunnuga? Spurningunum er svarað í þessari bók.. .Obbuló í kósímó : Nammið
Lesa meiraOddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Eru sumir dagar leiðinlegir? Gleymir fólk að sækja börn í leikskólann? Er hollt að troða í sig miklu nammi? Spurningunum er svarað í þessari bók.. .Obbuló í kósímó : Myrkrið
Lesa meiraOddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hver er hræddur við hlussulegt tramp? Býr einhver í ísskápnum hjá Símoni kennara? Hvað gerir gat á myrkrið hjá Obbuló? Þessum spurningum og öðrum er svarað í bókinni.. .Sjúklega súr saga
Lesa meiraVel trúi ég þessu! : tólf munnmælasögur með myndum eftir tólf teiknara
Lesa meiraDrekinn sem varð bálreiður
Lesa meiraSagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar
Lesa meiraDýr
Lesa meira
Krakkar með frjótt ímyndunarafl
Að sjá veruleika sinn speglaðan á blaðsíðum bóka er mikilvægt fyrir lítil börn. Hversdagsleikinn getur verið ævintýralegur og hlutir sem við upplifum dagsdaglega geta umbreyst í töfrandi sögur. Bækurnar þrjár sem hér verða teknar til umfjöllunar fjalla allar um venjuleg börn í hversdagslegum aðstæðum. Vinirnir Úlfur og Ylfa fara í ævintýraleiðangur í Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn eftir Ingileifu Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur. Bókin er myndskreytt af Auði Ýr Elísabetardóttur. Hinar tvær bækurnar eru nýjustu bækurnar um Obbuló í Kósímó, Nammið og Myrkrið, eftir þau Dinnu og Dóra. .
Abbababb!, Drekinn sem varð bálreiður og Einstök mamma
Eitt einkenni barnabóka er að sinna einhverskonar uppeldis- og kennsluhlutverki. Barnabækur bjóða foreldrum uppá ýmsar leiðir til að kynna barnið fyrir nýjum heimum og hugmyndum, í von um að barnið tileinki sér nægilega þekkingu til að takast á við samfélagið, lífið og jafnvel sjálft sig. Þannig eru barnabækur ekki bara sögur heldur líka einskonar dæmisögur sem foreldrar geta nýtt í ýmsum tilgangi.
Hvernig konurnar stöðvuðu blásturinn og Vel trúi ég þessu!
Hin almenna hugmynd um myndskreytingar í bókum er að þær séu einskonar viðbót við textann, jafnvel skraut, en í öllum föllum ávallt undirskipaðar textanum á einhvern hátt, þjónar hans jafnvel (svona álíka og við gagnrýnendur erum þjónar lista(ma)nna), en ekki skapandi í sjálfu sér. Þetta er viðhorf sem listafólk sem sinnir myndlýsingum í barnabókum hefur reynt að berjast gegn, með misgóðum árangri, þó vissulega hafi þokast í rétta átt, eins og Dimmalimm verðlaunin eru gott dæmi um. Viðurkenningar fyrir myndmál í barnabókum auka vonandi skilning á mikilvægi myndanna, auk þess að benda á þá einföldu hugmynd að ‘lestur’ felur ekki bara í sér lestur á rituðu máli, heldur býr í orðinu læsi mun víðari heimur skynjunar og túlkunar á allt frá bókstöfum til lita, borgarkorta til fatastíls.
Uppi í skýjunum og Dýr
Svo gerist það að börn eldast og þá eiga þau að venja sig við alvöru bækur, og um leið af myndum. Þetta er þjáningarfullt ferli og í raun óskiljanlegt og enn stend ég mig að því að sakna myndlýsinga í skáldsögum - mér fannst til dæmis Argóarflís Sjóns, með öllum sínum goðum, mönnum og meinvættum, beinlínis kalla á myndir, sömuleiðis hefðu dularfullar myndir við skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Yosoy, glatt mig afar mikið.