Svavar Pétur & 20. öldin
Lesa meiraRispa jeppa
Lesa meira
Svavar Pétur & 20. öldin / Fenrisúlfur
Skáldsögurnar Svavar Pétur & 20. öldin eftir Hauk Má Helgason og Fenrisúlfur eftir Bjarna Klemenz bera þess báðar merki að vera eftir unga metnaðarfulla rithöfunda. Í raun má segja að slíkar bækur séu sjálfstæð bókmenntategund eða -grein, allavega er auðvelt að rekja í þeim sameiginleg einkenni. Mörg slíkra einkenna birtast í þessum tveimur skáldverkum, þar gætir nokkurs belgings, markmiðið er greinilega að vera ögrandi og nokkuð róttækur, hæfilega grófur en umfram allt svalur. Og nútíminn er viðfangsefnið, yfirleitt sem firrt trunta. Sameiginleg vandamál liggja síðan í úrvinnslu og stíl.
Norrænar bókmenntir
Nýhilhópurinn hefur verið nokkuð áberandi síðustu þrjú árin eða svo, gefið út ljóðabækur, greinasöfn og skáldsögu. Einnig hefur hópurinn staðið fyrir líflegum upplestrakvöldum ásamt því að halda vel heppnað ljóðapartý um síðustu verslunarmannahelgi þar sem fjöldi erlendra og íslenskra ljóðskálda kom fram. Í haust boðaði hópurinn svo útkomu níu ljóðabóka eftir jafnmarga höfunda undir yfirskriftinni Norrænar bókmenntir.