Úr Háværasta röddin í höfði mínu:
Núna
sagði þér aldrei frá
hamingju minni
og því síður frá leik
sem ég fer mjög oft í
þar sem aðeins má segja
orð eða setningar sem
eiga heima í ljóðum
ég fer oftar og oftar í hann
ég er næstum alltaf í honum
ég er í honum einmitt núna
... sit við hlið þér fyrir framan eld,
brosi, afhýði mandarínur, síðan í leigubíl
haldandi í hönd þína, vitandi að mandarínulyktin
í loftinu og leyndarmálið sem þú hvíslar að mér
mun ævinlega dvelja í blóði mínu -
sagði þér aldrei
frá hamingju minni
tryllingslegri
hamingju minni