Beint í efni

Heitur snjór

Heitur snjór
Höfundur
Viktor Arnar Ingólfsson
Útgefandi
Örn og Örlygur
Staður
Reykjavík
Ár
1982
Flokkur
Skáldsögur

Úr Heitur snjór:

Jólin og áramótin voru liðin og það var komið fram í janúar.
Arnþór sat í djúpum og þægilegum sófa í ríkmannlega búinni íbúð sinni og starði hugsandi fram fyrir sig með fjarrænum svip. Á lágu borði fyrir framan hann var öskubakki, sem smám saman var að fyllast af sígarettustubbum og fjórir sterklegir plastpokar fullir af hvítu dufti, fjórum kílóum af hreinu heróíni.
Þrátt fyrir að hann bæri sig ríkmannlega og virtist hafa nóg fé handa á milli, var staðreyndin samt sú að hann stóð afar illa fjárhagslega. Undanfarna mánuði hafði hann lifað hátt fyrir peningana sem hann hafði fengið fyrir heróínið í New York og ekkert skipt sér af viðskiptunum, sem hann hafði fram að þeim tíma lifað af. Heróínviðskiptin höfðu gefið af sér góðan arð en það hafði verið dýrt í innkaupi og nú sat hann uppi með tæplega helminginn af því óseldan.
Hann þurfti að vísu ekki að óttast að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar, en til þess yrði hann að selja íbúðina sem hann hafði keypt um haustið og nýja bílinn sinn. Þá mundi hann standa í nákvæmlega sömu sporum og áður, skítblankur smábissnissmaður með allt of dýran smekk. Hvíta duftið, sem lá þarna fyrir framan hann og var honum einskis virði, yrði aleiga hans.

(s. 49-50)

Fleira eftir sama höfund

Dauðasök

Lesa meira

Engin spor

Lesa meira

Leyndardómar Reykjavíkur 2000

Lesa meira

Flateyjargáta

Lesa meira

Móðurmissir

Lesa meira

Pred úsvitem

Lesa meira

Záhada ostrova Flatey

Lesa meira

Mannaveiðar

Lesa meira

Smásaga í Kalkül & Leidenschaft

Lesa meira