Um bókina
„Í dag eru teknar milljónir mynda. Þær eru helst aldrei skoðaðar. Enda ekki teknar til þess. Heldur til að drepa tímann. Festa tímann. Frysta tímann. Ef tíminn er þá til.“ Í þessari bók ljóða og athugasemda gefur að líta greiningu á stöðu nútímamannsins – þess manns sem virðist úreltur fyrir aldur fram. Hver tekur við? Hvað tekur við?
Úr bókinni
Tíminn sem við höfum eignað okkur í óljósum
tilgangi.
Tíminn sem við skiljum ekki nema með takmörkuðum
hætti.
Tíminn sem við höldum að sé til.
Umgengni okkar við tímann gengur helst út á að
fullnægja þörfum okkar umsvifalaust og að því loknu
skipuleggja komandi tíma af fullkomnum hégóma og
enn víðtækara skilningsleysi.
(s. 28)