Verðlaun
tilnefningar
2021 - Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs, ásamt Arndísi Þórarinsdóttur: Blokkin á heimsenda
2021 - Barnabókaverðlaun Reykjavíkur í flokki frumsaminna bóka á íslensku, ásamt Arndísi Þórarinsdóttur: Blokkin á heimsenda
Mömmuskipti
Lesa meiraLinda hefur alltaf verið frægari en hana langar. Samfélagsmiðladrottningin mamma hennar tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. Sjálf vill hún helst af öllu fá að vera í friði og æfa parkúr án þess að fólk fatti að hún sé klósettkrakkinn.. . En nú versnar í því! Mamma Lindu er einn af áhrifavöldunum sem keppa um pláss í raunveruleikaþættinum Mömmuskiptum. Barbara systir er æsispennt, pabba virðist standa á sama og enginn hlustar á hávær mótmæli Lindu. Ef allt fer á versta veg fá þau glænýja mömmu í heilan mánuð og heimsbyggðin mun fylgjast með!Blokkin á heimsenda
Lesa meira
Blokkin á heimsenda
Formáli Blokkarinnar á heimsenda (2020) er óvenjulegur og á meira skylt með bókmenntagrein glæpasagna en barnabókmenntum. Á þessum fyrstu blaðsíðum er aðalsöguhetjan innilokuð í óskilgreindri prísund og reynir að ímynda sér að atburðir síðustu átta mánaða hafi ekki gerst. Ónefndur aðili liggur á gólfhleranum svo hún kemst ekki út og henni verður hugsað til föður síns sem dúsir í fangelsi. Myndin sem dregin er upp