Beint í efni

Hvar sem ég verð

Hvar sem ég verð
Höfundur
Ingibjörg Haraldsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Ljóð

Úr Hvar sem ég verð:

Bolungarvík

Spor þín
löngu máð
á mölunum
þar sem þú stóðst
í systkinahópnum
og rýndir í kófið
litlir lófar
í lófum þínum
og þrýst fast
horft út á hafið
fátt sagt, beðið
báts sem aldrei kom
manns sem borinn var heim
á sjóbúðaloftið
lífvana

hér stend ég nú
horfi út á sléttan sjó
það er sumar
sólskin
og mávarnir garga

þar sem sjóbúðin stóð
er malbikuð gata
undir henni
sporin þín
amma mín litla

þungur niður
í eyrum mínum
saltur sjór
í æðum mínum

(s. 6-7)

Konan í speglinum

Konan í speglinum
vindur upp á sig

snýr baki í mig
þenur herðablöðin
blakar þeim hægt
hefst á loft
flýgur
upp og til hægri
út úr myndinni
ofurhægt

það síðasta sem ég sé
er skórinn
á vinstra fæti

(s. 44)

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Moord liederen

Lesa meira

La cabeza de la mujer

Lesa meira

Le temps qui nous sépare...

Lesa meira

Minningarorð um Franz Gíslason

Lesa meira

Íslensk orðsnilld : fleyg orð úr íslenskum bókmenntum

Lesa meira

Nú eru aðrir tímar

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Hvernig verður ljóð til?

Lesa meira