Í leiðinni er fyrsta ljóðabók Ara Trausta Guðmundssonar og hefur að geyma tæp 60 ljóð.
úr bókinni
Múlakaffi IV
Þær eru í snyrtilegum röðum
randalínur
jólakökusneiðar
brauðsneiðar með stífri kæfu
sandkökuhlussur
tebollur
og flatbrauðshyrnur með hangikjöti
í döggvaðri plastfilmu
og svo
nóg af Melroseste og Bragakaffi
alltaf Melroses og Braga.
En ég spyr:
- Áttu ekki til capuccino?
Hún réttir mér
hvítt mál og svarar blíðlega:
- Við seljum bara te og kaffi.
Ég sest með málið og skil þá
loksins
að augnablikið er ekki skáldskapur
heldur staðreynd
sem
tíminn fær ekki grandað.