Strákarnir með strípurnar
Lesa meira
Kossar og ólífur og Strákarnir með strípurnar
Kossar og ólífur (Vaka-Helgafell, 2007) er önnur unglingabók Jónínu Leósdóttur en sú fyrri, Sundur og saman, kom út fyrir fjórtán árum, 1993. Í Kossum og ólífum segir frá Önnu sem býr austur í Vík og er að ljúka 10. bekk. Hún á enskan föður og sumarið eftir 10. bekk fer hún til Englands að vinna hjá frænku sinni sem rekur gistiheimili í Brighton. Í upphafi finnst Önnu eins og foreldrar hennar séu að senda hana í útlegð, sérstaklega til að skilja hana frá kærastanum sem hún er nýbyrjuð með og mjög upptekin af.