Morgunn og kvöld
Lesa meira
Að skrifa hið ósegjanlega
Á síðasta ári komu út á íslensku fjórar bækur eftir þrjá nýjustu handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum. Tvö verkanna; Þannig var það: Eintal, leikþáttur eftir Jon Fosse og Kona eftir Annie Ernaux fást við endalokin, þótt með ólíkum hætti sé. Þetta eru knappar sögur þar sem horft er inn á við – djúpt inn í manneskjuna og á lífsferil hennar allan. Í Unga manninum er líka tekist á við minningar og fortíð, af djúpum og einlægum vilja til þess að skilja og skilgreina. Paradís er margradda og útleitin saga sem fjallar um ungan dreng í Austur-Afríku í byrjun tuttugustu aldar. Gurnah tekst á við stór umfjöllunarefni, meðal annars kúgun og arðrán nýlendustefnunnar, sem fyrr segir. Það er mikið undir, margar persónur og heil heimsálfa.
Morgunn og kvöld
Lýsingin á bók Jon Fosse vakti ekki beint áhuga minn, en aftan á bókakápu er skáldsagan Morgunn og kvöld sögð vera „frásögn um fæðingu barns og dauða gamals manns“. Titillinn er því hefðbundin myndhverfing lífs og dauða, hringrásar ljóss og myrkurs og allt það. Höfundurinn er afar virtur og virkur, hann hefur skrifað fjölda verka, leikverka, skáldverka og ljóðabóka, og hlotið fyrir þau ýmsar viðurkenningar, nú síðast bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.