Beint í efni

Kvæði 03

Kvæði 03
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Hið íslenska biblíufélag
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Ljóð

Úr Kvæðum 03

XIII

Bókasöfnin í Amsterdam

Afsakið vinsamlegast dýru dömur
hlið við hlið
í gluggakistum: mitt gamla
þorpsbókasafn og löngu fallið
rís hvítt glugghátt virkisbyggt
con merlatura
eitt andartak milli ykkar og mín
hillu af hillu:
Sue, Les Mystères
de Paris íslenzk þýðing tvö hundruð
myndir franskir listamenn; Sigurður
Haralz, Nú er Tréfótur dauður; Barón
Leopold von Sacher-Masoch, Venus
í pelsi? varla en hinsvegar Prófessor
Richard von Krafft-Ebing Vínarborg,
Psychopathia sexualis algjör náma
dönsk þýðing en sumt og vondur grikkur
íklætt siðgæðisbuxum úr ósigrandi
latínu og hvar hefði ég verið staddur
án þín sem stalst að heiman
freknótt
úfin falleg öll af vilja gerð að
hjálpa mér í þessum ómótstæðilegu
fræðum?
ó lærðu dömur á bökkum síkis
í gamalli göfugri borg Amsterdam
ó gömlu bækur

Fleira eftir sama höfund

Hvað eru jákvæðar bókmenntir?

Lesa meira

Frá íslenzkri bókaútgáfu 1958

Lesa meira

Áleitnasta viðfangsefni samtímans: Kristján Albertsson: Hönd dauðans

Lesa meira

Fáein orð um vandkvæði íslenzkra gagnrýnenda

Lesa meira

Hinir 30 silfurpeningar: Kristján Bender: Hinn fordæmdi

Lesa meira

Formálsorð

Lesa meira

Formáli

Lesa meira

Frá íslenzkri bókaútgáfu

Lesa meira

Glæparit

Lesa meira