Beint í efni

Kvæði 92

Kvæði 92
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Ljóð

Úr Kvæðum 92:

Júnídagar

Hér hefir ferðamaður orðið að lágum steini
Casanova
með allra hæstu mönnum, fer að morgunlagi
yfir Alpafjöllin aftur og aftur stundum
á flótta, alltaf í ævintýraleit

menn ferðuðust ekki til að skoða landslag,
í þá daga, nema garða – og Casanova skoðaði
garða Friðriks mikla í Sanssouci og Friðrik
aftur Casanova af vafasömum ástæðum –

einhver ferðamaður hefir orðið að steini
hér uppi á fjallinu eins og víðar á Íslandi
óviðbúinn hinni grimmilegu sólarupprás
í alskírri nekt loftsins; á síðari tímum

fer enginn þetta fjall nema til þess
að njóta útsýnisins eins og það kallast
í óþægilegri hálfmynd sem er kaldari en
berir sunnudagsleggir göngufólks á jökli
Casanova
var annað í hug; eins og alltaf á leið til
kvenna sér hann engin fjöll; meðan vagninn
skröltir yfir Simplonskarðið hringlar hann
skotsilfri í lófa sér og litlum gullkúlum sem
eru getnaðarvarnir og uppfinning hans sjálfs

þér sem í dag eigið leið yfir þetta
fjall í alvöru að hitta kærustu yðar
skuluð gæta þess að steinrenna ekki hér
uppi heldur ganga viðstöðulaust á hljóðið
á meðan þér heyrið gullnar bjöllur í loftinu.

(s. 12-13)

Fleira eftir sama höfund

Hvað eru jákvæðar bókmenntir?

Lesa meira

Frá íslenzkri bókaútgáfu 1958

Lesa meira

Áleitnasta viðfangsefni samtímans: Kristján Albertsson: Hönd dauðans

Lesa meira

Fáein orð um vandkvæði íslenzkra gagnrýnenda

Lesa meira

Hinir 30 silfurpeningar: Kristján Bender: Hinn fordæmdi

Lesa meira

Formálsorð

Lesa meira

Formáli

Lesa meira

Frá íslenzkri bókaútgáfu

Lesa meira

Glæparit

Lesa meira