Úr Kvæðum 94:
X
Minnir kvæði á skip,
í einum skilningi
eitthvað sem holt er
að innan?
í öðrum hægfara
gamaldags
flutningatæki?
bjargvættum rekald?
þegar kvæði er eins
er það af því það
villir þér sýn
til að geðjast þér
fljóta
bera þér farm
eftir sem áður
bogdreginn afsleppur
aðskotahlutur
á sjó
ef til vill
stöku manni í
minningu lystisnekkja
að eilífu hálf
fyrir höfðann?
- gíraffinn aftur
undarlega samsett
dýr með örlítið höfuð
á stórum þéttvöxnum
bol
sem hefur sig upp
og öfugt við ritgerð og
skip, með ósýnilegum
nið yfir grasið?
nei
kvæði er annað.
(s. 20 -21)