Ávítarastríðið
Lesa meiraÁvítaratáknið
Lesa meiraBarnið í ferðatöskunni
Lesa meira
Barnið í ferðatöskunni
Þegar ég las Drengen i kufferten í fyrra var ég á ferð í Kaupmannahöfn. Ég bjó til skiptis hjá þremur frænkum mínum og stundaði því að skilja farangur eftir í geymsluhólfum aðal járnbrautarstöðvarinnar. Ein frænkan býr þar rétt hjá, við Stampesgade sem liggur fyrir neðan Istedgade og önnur býr aðeins lengra inni á Vesturbrú. Ég var því stöðugt á ferð um sömu slóðir og Nína, söguhetja bókarinnar, þegar hún fyrst finnur barnið í tösku í geymsluhólfinu og leitar síðar uppi vændiskonur til að gefa sér upplýsingar um drenginn í ferðatöskunni.
Ávítarastríðið, Dularfulla bókin og Rúnatákn
Fantasía er afar víðfem bókmenntategund, þvert á hugmyndir margra sem halda að allar fantasíur séu eins. Á undanförnum árum hefur streymt fram heil flóðbylgja af fantasíubókmenntum fyrir unga lesendur og skyndilega er fantasían, sem lengi vel hafði verið hálfgert jaðarform, orðin að almenningseign og næsta sjálfsagður þáttur í bókmenntaflórunni.
Ávítaratáknið og Tröllafell
Hér ætla ég að fjalla um tvær þýddar fantasíubækur fyrir börn og unglinga, Ávítaratáknið (Jentas, 2005) eftir Lene Kaaberbøl og Tröllafell (Stílbrot, 2005) eftir Katherine Langrish. Báðar eru þær með nokkru norrænu yfirbragði, þó aðeins önnur þeirra sé norræn; höfundur Ávítarabókanna er dönsk, en Tröllakonan er hinsvegar afskaplega ensk, þó sögur hennar byggi á skandinavískum þjóðsagnaarfi. Lene Kaaberbøl er sjálf mikill unnandi fantasíusagna og því lá beint við að skrifa slíkar. Líkt og hér á landi er ekki mikil hefð fyrir fantasíum meðal Dana, en það kom ekki í veg fyrir að bækurnar yrðu afar vinsælar og hafa nú verið þýddar á önnur norræn mál og ensku. Bækurnar eru fjórar talsins, sú fyrsta kom út á dönsku árið 2000 og sú síðasta árið 2003. Tvær þeirra hafa verið þýddar á íslensku, Dóttir ávítarans, sem kom út í fyrra og svo sú sem hér er til umfjöllunar, Ávítaratáknið.