Beint í efni

Letrað í vindinn : Samsærið

Letrað í vindinn : Samsærið
Höfundur
Helgi Ingólfsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1994
Flokkur
Skáldsögur

Úr Letrað í vindinn – Samsærið:

 „Þetta er hneyksli,“ sagði Catúllus, sem var á Rómatorgi ásamt nokkrum vinum sínum, þegar úrskurðurinn var felldur. Áhorfendur voru að tínast á brott frá dómspallinum, tautandi og muldrandi. „Það vita allir að Múrena er sekur og samt sleppur hann. Af hverju í ósköpunum?“
 „Hér býr eitthvað meira að baki,“ svaraði Calvus. „Það er ekki Múrena, sem þetta mál snýst um. Einhver hefur togað í spotta einhvers staðar. Þinn maður var ekki upp á marga fiska,“ sagði hann við Kornelíus.
 „Það kom þó ekki í veg fyrir að hann væri hylltur,“ kom Kornelíus Cíceró til varnar.
 „Sumir fagna þótt Cíceró leysi vind,“ sagði Calvus. „Hvaða meðalskussi sem er hefði brotið þessa vörn á bak aftur. Ég held að dómurunum hafi verið mútað.“
 „Valdið sigrar sem endranær, en ekki réttlætið,“ sagði Kornelíus heimspekilega. „Þannig er gangur sögunnar. Það er ekki til neitt réttlæti nema þess sem valdið hefur.“
 „Það er fáránlegt,“ andæfði Catúllus. „Til hvers ættum við þá að hafa lög?“
 „Þú veist hvað segir í ritum Póseidóníusar, Gajus. Að lögin eru til vegna þess að maðurinn er í eðli sínu illur. Ef engin lög væru myndu menn ræna og myrða og nauðga hömlulaust. Lögin halda samfélaginu saman, óttinn við refsingu kemur í veg fyrir að menn láti undan meðfæddum hvötum sínum.“
 „Æ, hættið þessu heimspekirausi,“ stundi Árelíus. „Fáum okkur frekar eitthvað að drekka. Við dýrðlegan sitjandann á dreng Anakreons, kverkarnar eru jafn þurrar og Lýbíueyðimörkin.“ Til áréttingar gretti hann sig og rak út hvítbleika tunguna. Tveir virðulegir menn, sem gengu framhjá, góndu á hann og mislíkaði augljóslega. Yngissveinninn Júventíus hló að fyrirlitningarsvip þeirra.

(s. 143-144)

Fleira eftir sama höfund

Greinilega kóngi að kenna

Lesa meira

Villutrúin

Lesa meira

Letrað í vindinn : Þúsund kossar

Lesa meira

Lúin bein

Lesa meira

Blá nótt fram í rauða bítið

Lesa meira

Andsælis á auðnuhjólinu

Lesa meira

Runukrossar

Lesa meira

Guðatal

Lesa meira

Rambað á Reginfjall: fyrstu ævintýri Hlemmanna Bjarts og Þórgnýs

Lesa meira