Hafmeyjan
Lesa meiraSteinsmiðurinn
Lesa meiraPredikarinn
Lesa meiraÍsprinsessan
Lesa meira
Fjórar glæpasögur frá Undirheimum
Það var óneitanlega svolítið sérstakt að eyða páskunum meðal norrænna glæpa, sem flestir tengdust fortíðinni með einum eða öðrum hætti, misfjarlægri þó. Þannig ferðaðist ég frá vesturheimi til smábæjar í Svíþjóð, þaðan til lítillar sænskrar eyjar og endaði loks í Osló. Ég fræddist um norræna vesturfara, og sannfærðist um að smábæjarlífið myndi gera mig brjálaða, en gladdist yfir því að heimsækja Osló og litast svolítið um þar.
Fjórar þýddar glæpasögur
Þær eru harla ólíkar þessar fjórar glæpasögur sem rak á fjörur mínar þetta sumarið, en sumarið er tími glæpanna eins og flestir vita. Á sumrin er ég svo þakklát fyrir að fá bara að lesa léttmeti segir kona á bókasafninu við mig, næstum afsakandi með bunka af dægurbókmenntum af ýmsu tagi, aðallega þó krimma. Ég er henni hjartanlega sammála og vona að ég hafi náð að koma slíkum afsakandi tóni fyrir kattarnef.
Predikarinn og Arfur Nóbels
Fyrir nokkrum ár(atug)um var mikið talað um áhrif sænskrar hugmyndafræði og samfélagsfræði á Ísland. Fjöldi þeirra sem menntaði sig í ríki Svía var slíkur að áhrif þeirra urðu þónokkur, og eru jafnvel enn. En nú er svo komið að Íslendingar eru hættir að fá eins mikið af samfélagslegum straumum frá Svíþjóð og í staðinn streyma sænskar glæpasögur inn í landið. Þessi umskipti eru vissulega um margt áhugaverð – en verða ekki rædd hér nánar, né ætla ég að velta því fyrir mér hvort Svíþjóð sé orðin ný fyrirmynd glæpsamlegrar starfsemi fyrir Íslendinga.
Ísprinsessan
Nú eru liðin rúm tvö ár síðan Anna R. Ingólfsdóttir hóf að gefa út eigin þýðingar á sögum sænska spennusagnahöfundarins Lizu Marklund. Á þeim tíma hefur hún þýtt tvær skáldsögur hennar, Villibirtu og Úlfinn rauða, og tvær sögur byggðar á sönnum atburðum, Hulduslóð og Friðland. Allar hafa bækurnar verið afar vinsælar, jafnt af glæpasagnalesendum sem öðrum og því ljóst að framtak Önnu er bæði gott og þarft.