Hundgá úr annarri sveit
Lesa meiraSvo ég komi aftur að ágústmyrkrinu
Lesa meira
Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu
Vissulega er ágústmyrkrið fallegt en þó er ekki hægt að segja að myrkrið sé einkenni ljóða Eyþórs Árnasonar. Þvert á móti er bjart um að litast og jafnvel uppljómanir að finna í bókinni, þó reyndar séu einnig nokkur myrk augnablik. Svo að ég komi aftur að ágústmyrkrinu er önnur ljóðabók Eyþórs en hann hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá fyrstu, Hundgá úr annarri sveit. Bókin og Eyþór voru vel að verðlaununum komin, þar ber margt skemmtilegt og skrítið við og almennt er verkið bæði fjörlegt og fallegt. Ljóðin bera þess þó nokkuð merki að vera samin yfir lengri tíma og því er heildarmyndin svolítið laus í sér. Í þessari nýju bók er hinsvegar meira jafnvægi og heildarsvipurinn sterkari.
Hundgá úr annarri sveit
Hann var sannarlega hrókur alls fagnaðar, nýkrýnda ljóðskáldið Eyþór Árnason, þegar hann tók við bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar á Borgarbókasafninu hinn skáldlega dag 13. október (sem er afmælisdagur Steins Steinarrs (og pabba)). Þetta er í fjórða sinn sem bókmenntaverðlaun kennd við Reykjavíkurskáldið eru helguð ljóðum eingöngu og svo virðist sem þar sé að myndast hefð fyrir því að vekja athygli á nýjum skáldum. Ingunn Snædal var vissulega enginn nýgræðingur þegar hún hlaut þau árið 2006, en var þó ekki almennt þekkt. Árið eftir læknaði Ari Jóhannesson ljóðið í Öskudögum og í fyrra voru ljóð Magnúsar Sigurðssonar í Fiðrildi, myntu og spörfuglum Lesbíu alveg laus við kreppu.