Stolnar raddir
Lesa meira
Stolnar raddir
Stolnar raddir er fyrsta skáldsaga Hugrúnar Kristjánsdóttur og samkvæmt Gegni, samskrá bókasafna, hefur ekkert annað komið út eftir hana. Ég vissi því ekkert á hverju ég átti von þegar ég hóf lesturinn. Eins og nær allar aðrar nýjar bækur sem ég hef lesið fyrir þessi jól hefst sagan á dagsetningu sem er þægileg leið til að ramma inn sögutímann. Söguhetjan, Sóllilja, fylgist með ömmu sinni koma heim og fer í framhaldi af því að rifja upp atburði sem áttu sér stað nokkrum mánuðum áður.