Heimsins besti tangóari - El mejor tanguero del mundo
Lesa meira
Heimsins besti tangóari - El mejor tanguero del mundo
Heimsins besti tangóari er stutt smásaga (um 15 síður) eftir Kristínu Bjarnadóttur. Sagan er sögð í 1. persónu af „norðurevrópskri og tangóþyrstri” konu og gerist á tangóballi, eða milongu, síðla nætur í apríl í Buenos Aires. Sagan hefst á að sögukonan fær spurninguna: „Langar þig að dansa við heimsins besta tangódansara?“ Spurningin er sett fram af dansfélaga hennar og vekur hún strax forvitni lesandans, honum, eins og konunni leikur forvitni á að vita hvað dansfélaginn á við. Sögukonan og dansherra hennar (og lesandinn) dansa síðan í gegnum söguna í átt að svarinu við spurningunni. Hún reynist reyndar vera misheyrn en svarið kemur engu að síður fram í lok sögunnar.