Angurgapi: um galdramál á Íslandi
Lesa meira
Galdrar á ströndum
Systurnar Úrsúla og Messíana eiga merkilega ömmu sem heldur draugaboð á hverju ári, og býður látnum ættingjum. Eldri bróðir þeirra, Valentínus, er í hljómsveit og hann þráir að vera galdramaður, en amman, Kolfríður, segir að hæfileikarnir erfist aðeins í kvenlegg, enda klúðrar drengurinn öllum göldrum sem hann kemur nálægt. Og þetta árið þarf svo sannarlega á galdri að halda, því óboðinn gestur kemur í boðið, sending, skotta, sem drekkur ótæpilega og veldur usla á heimili gömlu konunnar.