Hringnum lokað
Lesa meira
Hringnum lokað
Skáldsaga breska höfundarins Michael Ridpath, Hringnum lokað, er lýst sem glæpasögu, alþjóðlegri metsölubók sem gerist á Íslandi. Bókin, sem á frummálinu nefnist Where The Shadows Lie, er sú fyrsta í nýrri glæpaseríu höfundar, undir yfirskriftinni ‚eldur og ís‘, en þar er hinn íslenski rannsóknarlögreglumaður Magnús í aðalhlutverki. Sagan kom út fyrr á þessu ári en höfundur er þegar tilbúinn með næstu bók, sem nefnist 66 North og kemur út á næsta ári.