Frost
Lesa meira
Þegar allt ætlar að gliðna stendur eyjan þó traust
Í frásögnum sínum af lífinu á Barrey rekur Roy Jacobsen sögu Barrey-fjölskyldunnar frá fyrsta áratug 20. aldar og fram yfir miðja öldina en þau eru eigendur og einu íbúar samnefndar smáeyjar í norska skerjagarðinum.
Frost
Einhver sagði einhverntíma (hvorki á þessari öld né síðustu) að því betur sem hann kynntist mönnunum því vænna þætti honum um hundinn sinn. Ég hef alltaf haldið uppá þennan frasa, ekki síst fyrir það að ég er með ofnæmi fyrir hundum og er því afar illa við þá. Þetta er svo skemmtilega lúnkið, virkar voða sætt til að byrja með - frægur kall sem þykir vænt um gamalt og illa lyktandi hundkvikindi - en svo allt í einu opnast merkingin: mannkynið er vonlaust, hundurinn saklaus. Þegar ég las Frost Roy Jacobsens þá rifjaðist þessi leikflétta upp fyrir mér: því meira sem ég las af þessari skáldsögu, því vænna þótti mér um Íslendingasögurnar – sem ég hef þó hingað til ekki haft neinar sérstakar taugar til.