Litli bangsi
Lesa meira
Nokkrar myndskreyttar barnabækur
Það er þetta með myndir og orð. Hvort er merkilegra og hvort skiptir meira máli? Er fallega myndskreytt bók, með slarkfærum texta endilega síðri en flottur texti með flötum myndum? Þessar spurningar leita óneitanlega á mig þegar ég er að skoða hið margvíslega samspil orða og mynda, hvort sem er í listaverkabókum, myndasögum eða myndlýstum barnabókum. Hugsanlega mætti setja upp fortíðarhygginn svip og segja sem svo: einu sinni var orðið alltaf aðalmálið og þá var þetta ekkert mál, því þá skipti málið meira en myndin.