Nýtt tungl
Lesa meiraLjósaskipti
Lesa meira
Ævintýri á aðventu – sex þýddar skáldsögur
Ljósaskipti
Skrýmslið hefur löngum verið ákaflega vinsælt viðfangsefni skáldskapar. Það er eitthvað ómótstæðilegt við það hvernig óvættin ræðst á öll viðtekin gildi og leggur samfélagið í rúst - um stund allavega. Þannig er skrýmsið fulltrúi óreiðunnar, upplausnar sem er bæði nauðsynleg og holl. Almennt séð þykir afstyrmið þó ekki sérlega fagurt og iðulega er djúpt á hinni eðlislægu hrifningu sem þó hlýtur að vakna þegar dýrið gengur laust. Því hefur vampýran tekið að sér það hlutverk að vera helsti fulltrúi þessa ógnar-afls skrýmslisins; vampýran er bæði falleg og fín, fáguð og (kyn)þokkafull, auk þess að búa yfir þeim ákaflega vinsæla og eftirsótta eiginleika að vera ódauðleg, jafnvel handhafi eilífrar æsku.