Beint í efni

Hrognkelsin: Cyclopteri Lumpi

Hrognkelsin: Cyclopteri Lumpi
Höfundur
Ólafur Gunnarsson
Útgefandi
Höfundur
Staður
Reykjavík
Ár
1977
Flokkur
Smásögur

Teikningar eftir Flóka.

Úr Hrognkelsunum:

Jæja, þegar við fluttum í húsið okkar var ég óánægð með eldhúsinnréttinguna og svo sá ég eina svo smart hjá henni Svönu systur að ég varð bara að skipta. Kallinn nöldraði fyrst og ég hélt hann ætlaði aldrei að láta sig. En svo barði hann mig einu sinni í framan þegar hann kom heim af fundi um miðja nótt. Ég varð að hlaupa út hálfber. En þetta var leikarakskapur hjá mér. Ég makaði blóðinu útum allt. Ég vissi að hann yrði eins og aumingi daginn eftir og þá gæti ég fengið hvað sem ég vildi.

Annars varð hann miklu rólegri með árunum og hætti alveg að fá æðisköst nema einstaka sinnum. Hann þoldi heldur ekkert orðið að drekka. En þetta væl! Að enginn skilji sig og að fólk eigi að bera virðingu fyrir sér. Að segja að hann Halli minn væri ekki svipaður sér. Upp á allt er manni nú boðið. Það á að taka þessa kalla réttum tökum strax. Aumingja Sigga vinkona. Giftist helvítis fanti sem kúgaði hana og fór svo frá henni. Skildi hana eftir með fimm börn og giftist tvítugri stelpu. En þá tók nú annað við. Stelpan kúgaði hann og hann var alltaf eins og lúpa. Svona fannst mér algjör viðbjóður. Svo giftist Sigga aftur en sá afgreiddi bara í búð og þetta gekk ekki. Hann er víst á geðdeildinni núna og talar um ekkert annað en reikninga og víxla sögðu stelpurnar um daginn. Aumingja Sigga. Ég þarf að heimsækja hana bráðum.

(10-11)

Fleira eftir sama höfund

The Beautiful Flying Whale and the Tale of the Little Galaxy

Lesa meira

Trolls´s Cathedral

Lesa meira

Vetrarferðin

Lesa meira

Dimmar rósir

Lesa meira

Kirvis Ir Zeme

Lesa meira

The Lumpfish

Lesa meira

Rasvakalat

Lesa meira

A ´59 Caddy Christmas in 1958

Lesa meira

Harpa, hapra, sól

Lesa meira