Beint í efni

Litlu álfarnir og flóðið mikla

Litlu álfarnir og flóðið mikla
Höfundur
Tove Jansson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Allir þekkja múmínálfana, þessar ævintýraverur sem hafa glatt ótal börn og fullorðna áratugum saman – í sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, bíómyndum og ekki síst bókum.

Hér birtist allra fyrsta sagan af múmínálfunum, Litlu álfarnir og flóðið mikla, sem aldrei fyrr hefur komið út á íslensku. Þar segir frá leit múmínsnáðans og mömmu hans að múmínpabba eftir að allt fer á flot. Þau eignast nýja vini og lenda í ótrúlegum ævintýrum sem halda svo áfram. Í þessari fyrstu stórbók Múmínálfanna eru einnig sögurnar Halastjarnan og Pípuhattur galdramannsins, í þýðingu Steinunnar Briem.

Tove Jansson skrifaði sögurnar um múmínálfana og teiknaði myndirnar. Fyrsta sagan kom út 1945.

Úr bókinni

Það hlýtur að hafa verið síðdegis einhvern tíma í lok ágúst sem múmínsnáðinn og mamma hans fóru inn í dýpsta hluta stórskógarins. Þar ríkti grafarþögn og það sást svo illa á milli trjánna að það var líkt og komið væri rökkur. Hér og þar uxu risablóm sem vörpuðu frá sér birtu líkt og fjöldi blaktandi ljósaog meðal skugganna í fjarska hreyfðust litlir skærgrænir deplar.
   „Ljósormar,“ sagði múmínmamma, en þau höfðu ekki tíma til að nema staðar og skoða þá nánar. Þau voru nefnilega að leita að hlýjum og notalegum stað þar sem hægt yrði að byggja sér skjólgott hús fyrir veturinn. Múmínálfar þola alls ekki kulda svo húsið þeirra yrði að vera tilbúið í októberlok.
   Þau héldu ferðinni áfram, æ lengra inn í þögnina og myrkrið. Innan stundar fór múmínsnáðinn að finna fyrir hræðslu og spurði mömmu sína lágmæltur hvort hún héldi að það væru einhver hættuleg dýr þarna í grenndinni. „Varla,“ sagði hún, „en það er samt kannski best að við göngum dálítið hraðar. Ég vona að við séum svo lítil að við sjáumst ekki ef eitthvað hættulegt birtist.“
   Skyndilega greip múmínsnáðinn þéttingsfast í handlegginn á mömmu sinni. „Sjáðu!“ sagði hann og var svo skelfdur að rófan á honum stóð beint út í loftið. Út úr skuggunum fyrir aftan trjástofn störðu tvö augu á þau.

(s. 13-14)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Minningar múmínpabba

Lesa meira

Hvað gerðist þá?

Lesa meira
Múmínálfarnir og hafshljómsveitin

Múmínálfarnir og hafshljómsveitin

Múmínpabbi óskar þess eins að lenda í ævintýrum og hann fær alla sína drauma uppfyllta þegar Hafshljómsveitin siglir um höfin. En besta ævintýrið bíður múmínfjölskyldunnar heima.
Lesa meira