Um bókina
Jólaljósin lýsa upp skammdegið og stytta biðina eftir jólunum. En af hverju eru ekki komin upp nein ljós á númer 12? Og af hverju er Þormóður á efstu hæðinni alltaf í fúlu skapi? Blær og Fatíma ákveða að gera eitthvað í málunum því stundum þurfa krakkar bara að láta til sín taka.
Jólaljós er hluti af Ljósaseríunni, sem eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum, sniðnar að þörfum nýrra lesenda og þá sem eru að æfa sig í lestri. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.