Um Meistaraverkið
Meistaraverkið er fyrsta smásagnasafn Ólafs Gunnarssonar.
Í smásögunum leikur Ólafur á ýmsa strengi. Í titilsögunni segir frá dreng sem bíður þess í ofvæni að sjá teikninguna sína á sýningu skólans en í sögunni Nasistinn upplifir íslenskur nasisti meiri hrylling en hann hafði órað fyrir. Hér segir líka frá Íslendingi sem barðist í Víetnam, gömlum rokksöngvara sem fær óvænt tækifæri til að stíga á svið með stórstjörnu, súludansmey sem fer að búa í Vogahverfinu með íslenskum bifvélavirkja og ótal fleiri litríkum persónum. Ýmsum mun svo þykja fróðlegt að heyra af manninum sem varð að stela húsinu sínu árið sem Ísland varð lýðveldi.