Beint í efni

Myndin í speglinum

Myndin í speglinum
Höfundur
Ragnheiður Gestsdóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Barnabækur


Um Myndina í speglinum:



Rúna er sannfærð um að hún sé bara ósköp venjuleg stelpa. Helga, 16 ára systir hennar, er aftur á móti að allra dómi sætust af öllum og best í öllu. Vorið sem Rúna fermist hefur hún um margt að hugsa en það virðist allt frekar léttvægt þegar hún kemst að því að Helga býr yfir háskalegu leyndarmáli.



Rúna ákveður að taka málin í sínar hendur með ófyrjrsjáanlegum afleiðingum og á sama tíma kynnist hún Darra sem spilar með henni í hljómsveit ...



Úr Myndinni í speglinum:



Mamma þarf að hringsóla um bílastæðið í örugglega tíu mínútur áður en hún finnur laust stæði við Kringluna. Það er eins og hálfur heimurinn hafi ákveðið að fara í búðir einmitt núna. Það eina góða við örtröðina er að við sleppum að mestu við hjálpsamar afgreiðslukonur inn í í fatabúðunum. Ég veit fátt verra en þegar þær koma að leggja orð í belg: Já, þetta er einmitt þinn litur, þetta er akkúrat eitthvað fyrir þig ... eða: Já, þetta er mjög vinsælt núna hjá ungu stelpunum. Eins og mér sé ekki sama hvað er vinsælt núna? Ég vil bara finna eitthvað sem mér líður vel í. Eitthvað sem passar fyrir mig og lætur mig ekki líta út eins og asna. Eða eins og einhvern sem er alls ekki ég.



Ég fer með stóra bunka af kjólum, pilsum og toppum inn í mátunarklefana í búð eftir búð. Mamma má eiga það að hún er ótrúlega þolinmóð og Helga reyndar líka. Þegar ég kem aftur fram með bunkann eftir fimmtu mátunina og hristi höfuðið þegjandi sé ég asamt að þolinmæði mömmu er alveg við það að bresta. Það myndast gremjuhrukkur á enninu og við munninn sem ég veit að eru undanfari að ergelsi og skömmum, en svo tekur hún sig á, sléttar úr hrukkunum og brosir í staðinn:



-  Stelpur mínar, er ekki kominn tími til að fá sér einhvern bita?



Lyktin af frönskum kartöflum kallar fram vatn í munninn á mér og ég finn hvað e´g er svöng þegar við setjumst niður við borð á Stjörnutorginu. mamma spyr hvað við viljum borða. Ég er meira en til í grillaða samloku og franskar, en Helga segist ekki vera svöng. Hún þiggur þó með semingi að fá sér kaffibolla. Mamma lætur sér líka nægja kaffi svo að ég er ein um að troða mig út af mat. Ég er viss um að Helgu veitti ekki af því að fá sér eitthvað að borða líka, hún er svo föl og þreytuleg. Ég hressist við matinn og þær við kaffið og við örkum svo af stað aftur. Enn eru nokkrar fatabúðir ókannaðar.



Ég veit ekki hvort það er kaffinu að þakka, en Helga er allt í einu miklu ákveðnari við að segja álit sitt og beina athygli minni að vissum litum og sniðum. Og áður en ég veit af er ég koin með kjól í hendurnar sem ég gæti kannski ímyndað mér að ég gæti notað. Hann er grænblár, eða túrkisblár eins og mamma segir, allur úr blúnduefni en fóðraður með efni í sama lit nema hvað ermarnar eru bara úr blúndu. Það eina sem mér líkar ekki alveg er hversu stuttur hann er, en þegar ég máota hann keppast allir við að segja að hann sé fullkominn, bæði mamma og Helga og líka afgreiðslukonan sem kemur til okkar þegar ég kem fram úr mátunarklefanum í kjólnum. Ég verð næstum feimin. Ég sé í speglinum að kjóllinn fer mér vel, liturinn er fallgur og fer vel við hárið á mér. Já, allt í lagi, segi ég við mömmu, sem brosir ánægð. Og þá er ég komin með fermingarkjól.



(29-30)


Fleira eftir sama höfund

Gegnum glervegginn

Lesa meira

Sværdbæreren (hljóðbók)

Lesa meira

Smásaga í Kalkül & Leidenschaft

Lesa meira
blinda

Blinda

Blinda er þriðja glæpasaga Ragnheiðar Gestsdóttur. Fyrri bækur hennar eru Úr myrkrinu og Farangur sem hlaut Blóðdropann árið 2021 og er tilnefnd til Glerlykilsins 2023
Lesa meira

Fortellerstein

Lesa meira

Ljósin lifna

Lesa meira

Ekki á morgun, ekki hinn

Lesa meira

Ef væri ég söngvari

Lesa meira

Ekki lengur Lilli

Lesa meira