Beint í efni

Myndir frá Bruegel

Myndir frá Bruegel
Höfundur
Árni Ibsen
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Ljóð eftir William Carlos Williams.

Úr Myndum frá Bruegel:

Dansinn

Í frábærri mynd Bruegels, Bændadansinum,
fer dansfólkið í hringi, það fer hring eftir
hring, ískrið og baulið og trillurnar
í sekkjapípum, lúðri og fiðlum, otar
vömbunum (ávölum eins og barmaþykk
glösin með skolinu sem það svolgrar í sig),
mjaðmir og magar úr jafnvægi
í snúningnum. Það spriklar og veltist um
markaðstorgið, dillandi rassi og þessir
skankar mega vera traustir til að rísa
undir jafn svellandi takti, það sperrist við dansinn
í frábærri mynd Bruegels, Bændadansinum.

(8)

Fleira eftir sama höfund

Theatre in Iceland 1980-85

Lesa meira

Theatre in Iceland 1985-88

Lesa meira

Theatre in Iceland 1988-1992

Lesa meira

Afsakið! Hlé

Lesa meira

Tum Sotal

Lesa meira

Greinar í The Cambridge Guide to World Theatre

Lesa meira

Guð/jón

Lesa meira

Four Words for Raworth

Lesa meira

Fasteignir

Lesa meira